top of page

Sundballetthópurinn Eilífðin eru systurnar Margrét Erla Maack og Vigdís Perla Maack. Hópurinn var stofnaður 2017 í Barcelona og síðan sumarið 2021 hafa þær fengið þær styrk frá Reykjavíkurborg til að vera með sundballetttíma í Vesturbæjarlaug og Sundhöll. Sumarið 2024 eru tímarnir eftirfarandi:

🌼2. júlí þriðjudagur kl. 18: Vesturbæjarlaug
🌸11. júlí fimmtudagur kl. 18: Sundhöll
🌼16. júlí þriðjudagur kl. 18: Vesturbæjarlaug
🌸25. júlí fimmtudagur kl. 18: Sundhöll
🌼30. júlí þriðjudagur kl. 18: Vesturbæjarlaug

Systurnar taka einnig að sér að kenna ýmsum hópum, til dæmis gæsunum, steggjunum, fjölskyldum, hópefli fyrirtækja, afmælum fullorðinna og barna, svo fátt eitt sé nefnt. Við komum með sundhettur og hljómflutningstæki.

Ef þú vilt að ég láti vita þegar næstu sundballetttímar fara í gang, mæli ég með að skrá sig á póstlistann minn.

Má bjóða þér
sundballett?

TAKK! Ég verð í sambandi innan sólarhrings.

bottom of page