top of page
mynd vera páls 1.jpg

Ég verð með þrjá danstíma í íþróttamiðstöðinni á Hellu 6. febrúar.

13:15: Magadans - 10 pláss laus

14:30 Beyoncé - 4 pláss laus

15:45 Burlesque - 4 pláss laus

Einn tími kostar 3000, tveir tímar kosta 5000 og þrír tímar kosta 6000.

Þú skráir þig í gegnum formið hér að neðan og ég hef svo samband innan sólarhrings. Nánar um dansstílana er að finna neðar á síðunni. Allir tímar miða að byrjendum.

Grímuskylda þegar gengið er í hús og að tímanum loknum en ekki á meðan tímanum stendur þar sem við munum geta haldið tveggja metra fjarlægðartakmörkunum. Í hverjum tíma er pláss fyrir 19 manneskjur auk kennara.

Athugið að tímarnir henta konum með barn undir belti, ef þær eru ekki með grindargliðnun og eru almennt hraustar.

​Síðasti séns til að skrá sig er kl. 15:00 5. febrúar, daginn áður en námskeiðið hefst.

Skráning
Á hvaða námskeið viltu skrá þig? Það má merkja við fleiri en eitt.

Margrét mun senda póst með greiðsluupplýsingum og skráning telst fullgild þegar greiðslu er lokið. Vegna covid er takmarkað pláss í tímana. Vegna fjöldatakmarkanna er síðasti séns til að hætta við skráningu og fá endurgreitt 4. febrúar.

Takk fyrir skráninguna. ​

Ég verð í sambandi

innan sólarhrings.

magadans2.png

13:15

MAGADANS

Dansinn úr austrinu þar sem dulúð og mjaðmahnykkjum er blandað saman í ljúfan kokkteil sem styrkir bak og maga. Magadans er aldagamall dans þar sem kvenlíkaminn nýtur sín og unnið er með hvern og einn líkama. Margrét sjálf byrjaði í magadansi vegna bakverkja og opnaði hann fyrir henni heim sjálfsástar og líkamsvirðingar. Í tímanum förum við sttt yfir sögu dansins, förum í grunnspor og lærum stuttan dans.

Fatnaður: Mjúkur fatnaður sem hindrar ekki hreyfingar. Berfættar. Margrét kemur með peningabelti til að binda um mjaðmir... og nei, það þarf ekki að sýna magann frekar en hver og ein vill.

Lengd tíma: 60 mínútur

733b62_0205d0adfaa643a9946b3461cf411668~

15:45

BURLESQUE

Burlesque er kynþokkafullur kabarettdans sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga síðastliðin ár og er Margret frumkvöðull formsins á Íslandi. Gott fyrir sjálfstraustið og líkamann og frelsandi fyrir sálina. Hleyptu þinni innri dívu út í vernduðu umhverfi. Örsnöggt farið yfir sögu burlesquesins, upphitun, grunnspor og dans við lagið Why don't you do Right? með Julie London. 

Námskeiðið er ætlað konum yfir 18 ára.
Fatnaður: Mjúkur fatnaður sem hindrar ekki hreyfingar, dansskór sem fara vel með gólf eða berfættar.

Lengd tíma: 60 mín

116153715_3307284042663025_7333153206642

14:30

BEYONCÉ

Hársveiflur, twerk og almenn skvísulæti í anda poppdrottingarinnar. Upphitun, grunnspor, samhæfing, twerk og fleira. Í lok tímans lærum við dans við Single Ladies.

Fatnaður: Mjúkur fatnaður sem hindrar ekki hreyfingar. Innanhússíþróttaskór.

Lengd tíma: 60 mínútur

"Það voru ekki liðnar 5 mínútur af fyrsta tímanum þegar ég hóf að dansa sem aldrei fyrr. Þessar fyrstu mínútur voru skemmtilegri en öll fjórtán árin mín í ballet til samans og eftir tímann skokkaði ég sveitt og hamingjusöm heim. Ég bæði lærði að dansa á nýjan hátt og að meta líkama minn. Allt í einu spilaði hamborgararassinn minn lykilhlutverk í danssporum, aldrei hefði ég trúað því."

            - Anna Margrét, nemandi

21733602_10211597565193754_2049175926_o-

 

UM MARGRÉTI

Margrét hefur starfað sem danskennari í 17 ár í Kramhúsinu og er einn vinsælasti kennari hússins. Jákvæð sjálfsmynd og líkamsvirðing eru höfð að leiðarljósi í tímunum þar sem geðrækt er ekki síður mikilvæg en líkamsrækt.

Margrét hlaut Íslensku dansverðlaunin 2014 sem besti danskennarinn. Hún er skemmtilegur kennari sem útskýrir á aðgengilegan hátt og sérhæfir sig í að kenna byrjendum og fólki sem hefur aldrei dansað áður. Hún var sérstakur danskennari þýska handboltalandsliðs karla í upptakti Evrópumeistaramótsins í handbolta 2016. Árið 2018 var hún í danskórnum í Rocky Horror í Borgarleikhúsinu. Margrét hefur farið í fjölda sýningarferðalaga sem burlesquedansmær um Evrópu og Bandaríkin og er fastaskemmtikraftur á hinum goðsagnakennda kabarettstað The Slipper Room í New York.

Margrét á einnig að baki fjölmiðlaferil og hefur starfað við dagskrárgerð á RÚV og Stöð 2.

bottom of page